Vegferð Eru flokkarnir á réttri leið? Kjósendur munu varða veginn nk. laugardag.
Vegferð Eru flokkarnir á réttri leið? Kjósendur munu varða veginn nk. laugardag. — Morgunblaðið/Eggert

„Kjaramálin brenna mjög á mér eins og væntanlega öðrum,“ segir Júlíana Guðmundsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður.

„Gera þarf þær breytingar að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði ekki bætur almannatrygginga. Ég þekki mörg dæmi þess að ef fólk á eftirlaunum er með húsnæðisskuldir er staða þess þröng. Inga Sæland virðist eini stjórnmálamaðurinn sem skilur þessa stöðu og ég gæti þess vegna alveg hugsað mér að fá hana í stjórn. Svo þarf að mæta unga fólkinu sem margt er í húsnæðisvanda. Nauðsynlegt er að byggja ennþá meira og þá litlar og ódýrar íbúðir. Eftir þeim er mikil eftirspurn. Svo eru úrbætur í geðheilbrigðismálum mjög nauðsynlegar, enda mjög átakanlegt til dæmis þegar ungt fólk sviptir sig lífi. En ég hef svo sem ekki mikla trú á breytingum í samfélaginu eftir þessar kosningar. Stjórnmálin eru spillt.“

...