Hugsanlegt er að fjölmörg lagaákvæði sem samþykkt hafa verið á Alþingi, ár og áratugi aftur í tímann, teljist ógild.
Margrét Gísladóttir
Margrét Gísladóttir

Margrét Gísladóttir

Í Morgunblaðinu í gær, 27. nóvember, var viðtal við forstjóra Samkeppniseftirlitsins (SKE) þar sem fram kom í máli hans að enn lægi engin niðurstaða fyrir um hvort eftirlitið myndi áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um gildi nýsamþykktrar undanþágu búvörulaga frá samkeppnislögum. Þetta verður að teljast í hæsta máta óeðlileg staða, nú einungis fjórum dögum áður en áfrýjunarfresturinn rennur út.

Frá því að dómur héraðsdóms lá fyrir 18. nóvember sl. hafa fjölmargir hæstaréttarlögmenn stigið fram og lýst því yfir að áfrýjun í þessu máli sé beinlínis nauðsynleg. Eins hefur forseti Alþingis sagt að áfrýjun væri heppileg út frá fordæmisgildi. Fjölmargar ástæður eru fyrir áfrýjun.

Ástæður fyrir áfrýjun

Í fyrsta lagi telja margir stórfurðulegt að málinu hafi

...