Magn kviku sem komið hefur upp úr eldgosunum á Sundhnúkagígaröðinni síðan í desember 2023 er 211 milljón rúmmetrar. Það er eins og staðan var síðastliðinn laugardag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni
Reykjanesskagi Verktakar vinna nú að því að breikka og hækka varnargarða við orkuverið í Svartsengi.
Reykjanesskagi Verktakar vinna nú að því að breikka og hækka varnargarða við orkuverið í Svartsengi.

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Magn kviku sem komið hefur upp úr eldgosunum á Sundhnúkagígaröðinni síðan í desember 2023 er 211 milljón rúmmetrar. Það er eins og staðan var síðastliðinn laugardag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Það jafngildir um 211 þúsund Laugardalslaugum. Ef aðeins er tekið magnið úr fyrstu sex gosunum á gígaröðinni þá er það 168 milljónir rúmmetra.

Spurður hvort uppsöfnun kviku á yfirborðinu hafi valdið aflögun eða landsigi segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, mjög líklegt að hraunið hafi valdið einhverju sigi.

„Við höfum mörg staðfest dæmi um að jarðskorpan sígi undan þunga hrauna,“ segir Benedikt en telur þó ekki endilega víst að sig

...