50 ára Guðný er Akureyringur, ólst upp í Síðuhverfinu en býr í Lundahverfi. Hún er hársnyrtimeistari og rekur hársnyrtisofuna Design hárstúdio ásamt Sæunni Björgu Hreinsdóttur. Guðný er einnig markþjálfi. Áhugamál hennar eru mannrækt, útivist, hreyfing og auðvitað hár.


Fjölskylda Maki Guðnýjar er Hjálmar Gísli Hjálmarsson, f. 1971, sjómaður á Hrafni Sveinbjarnarsyni. Börn Guðnýjar eru Ingólfur Arnar Gíslason, f. 2005, og Helga Þórunn ­Gísladóttir, f. 2010. Maki Ingólfs er Emma Líf Birgisdóttir, f. 2006. Foreldrar Guðnýjar eru hjónin Helga Þórunn Guðjónsdóttir, f. 1958, og Jón Björn Arason, f. 1956, búsett á Akureyri.