Eftir sjö ára samsteypustjórn með háværum erjum á stjórnarheimilinu er tími til að breyta til.
Jón Óskar Sólnes
Jón Óskar Sólnes

Jón Óskar Sólnes

Þegar ríkisstjórnin fékk loks hvíldina kom það í sjálfu sér ekki svo mjög á óvart. Rifrildið á stjórnarheimilinu hafði nánast allt sumarið verið hávært og hálfneyðarlegt að fylgjast með. Það má kannski fullyrða að flestir þeirra sem höfðu gefið sér tíma til að fylgjast með daglegum klögumálum og brigslyrðum urðu fegnir að þurfa ekki að hlýða lengur á neikvæð skeyti sem flugu á milli stjórnarflokkanna allt sumarið, sem reyndar kom aldrei, en það er önnur saga.

Stjórnmálaflokkar á Íslandi standa allir fyrir sínu með einum eða öðrum hætti, en eins og við vitum er flokkamynstrið mjög breytt frá því þegar undirritaður var að vaxa úr grasi. Þá var það fjórflokkurinn sem réð stjórn landsmála en tilraunir til að koma fimmta flokknum á þing runnu gjarnan út í sandinn eftir eitt kjörtímabil eða svo. En nú er öldin önnur og á síðasta þingi

...