Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Á laugardaginn leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Eldri sjálfstæðismaður sagði við mig á dögunum að honum heyrðust einhverjir vilja gefa Sjálfstæðisflokknum frí, m.a. rótgrónir sjálfstæðismenn. Hann rifjaði upp umskiptin á íslensku samfélagi undanfarna áratugi sem hefðu verið leidd af Sjálfstæðisflokknum. Það væri ekki til betri ástæða til að gefa Sjálfstæðisflokknum áfram umboð en einmitt sú þróun.

Lifir Sjálfstæðisflokkurinn á fornri frægð?

En við sjálfstæðismenn getum ekki endalaust rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, svo fátt eitt sé nefnt.

Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri

...