Geirfuglsegg verður boðið upp hjá breska uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í Lundúnum 4. desember næstkomandi. Slík egg eru afar sjaldgæf og enn sjaldgæfara er að þau séu boðin til sölu á uppboðum þar sem flest eggin eru í eigu opinberra safna, þar …
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Geirfuglsegg verður boðið upp hjá breska uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í Lundúnum 4. desember næstkomandi. Slík egg eru afar sjaldgæf og enn sjaldgæfara er að þau séu boðin til sölu á uppboðum þar sem flest eggin eru í eigu opinberra safna, þar á meðal er eitt í eigu vísindasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands en það barst safninu árið 1954.
Eggið er 13 sentimetrar á hæð og 8 sentimetrar á breidd. Viðmiðunarverð á egginu er 50-70 þúsund pund, jafnvirði um 9-12 milljóna króna. Annað geirfuglsegg, sagt frá Íslandi, seldist á uppboði hjá Sotheby’s á síðasta ári fyrir 100 þúsund pund, jafnvirði 17,5 milljóna kr. en viðmiðunarverð var 40-60 þúsund pund.
Geirfuglsegg hafa lengi þótt miklir dýrgripir og
...