Dagfin Norum, fjárfestingastjóri hjá norska eignastýringarfyrirtækinu Storebrand, segir fyrirséð að vægi sérhæfðra fjárfestinga haldi almennt áfram að aukast hjá stofnanafjárfestum í takt við þróun síðustu ára. Áhersla á umhverfisþætti (UFS) í regluverki í Evrópu og Bandaríkjunum kalli á innviðaverkefni og skapi þar með tækifæri í innviðafjárfestingum.
„Storebrand er leiðandi á markaði í Noregi þegar kemur að starfstengdum lífeyri (e. occupational pension). Það felur í sér þá umboðsskyldu að veita norskum lífeyrisþegum besta mögulega lífeyrinn og það er okkar markmið. Til þess að ná því teljum við nauðsynlegt að taka umhverfisþætti og sjálfbærni með í reikninginn. Í innviðafjárfestingum eru tækifærin sem felast
...