Melanie Ubaldo (1992) En þú ert samt of brún fyrir Íslending, 2022 Blönduð tækni, um 5,2 x 4 m
Melanie Ubaldo (1992) En þú ert samt of brún fyrir Íslending, 2022 Blönduð tækni, um 5,2 x 4 m

Melanie Ubaldo lauk meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022, en hún hafði þá þegar tekið virkan þátt í íslensku myndlistarlífi um skeið, bæði sem hluti af þríeykinu Lucky 3, ásamt Darren Mark og Dýrfinnu Benita, og undir eigin nafni. Hún hefur jafnframt látið að sér kveða sem einn af aðstandendum listamannarekna sýningarrýmisins Kling & Bang. Verk hennar hafa vakið athygli fyrir ögrandi og einlæga nálgun að stöðu fólks af erlendum uppruna. Upphafspunktur verka Melanie eru yfirleitt setningar sem aðrir hafa látið falla um útlit hennar eða stöðu sem Íslendings af erlendum uppruna. Með því að draga þessi orð fram í dagsljósið afhjúpar hún ákveðna fáfræði sem ríkir gagnvart innflytjendum og þar með þá samfélagslegu fordóma, öðrun og valdamisbeitingu sem viðgengst í þeirra garð. Setningarnar málar hún á stóra fleti sem hún hefur saumað saman úr lituðum efnisbútum, yfirleitt í höndunum. Setningarnar birtast eins og þeim

...