Dans
Sesselja G. Magnúsdóttir
Íslenski dansflokkurinn frumsýndi barnadansverkið Jóladraumar eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur sunnudaginn 24. nóvember á Nýja sviði Borgarleikhússins. Það er alltaf gleðilegt þegar skapaðar eru sýningar fyrir börn og ekki síst þegar þeim er boðið í heim dansins. Eitthvað var tæknin að stríða listamönnunum á frumsýningunni en allt gekk upp að lokum og áhorfendur nutu stundarinnar.
Jóladraumar er samkvæmt leikskrá ævintýri um stúlku sem leggur í ferð með bangsann sinn á sleða að leita jólaandans. Á ferð sinni kynnist hún tveimur hérum, skötu, jólaketti og fallegu jólatré og í samskiptum og leikjum sínum við þessar persónur uppgötvar hún mikilvægi vináttunnar, þakklætisins og hjálpseminnar. Hvað jólaandann varðar þá leitaði hún langt yfir skammt því
...