Harpa Beethoven og Shostakovitsj ★★★★· Tónlist: Ludwig van Beethoven (Píanókonsert nr. 4 í G-dúr, op. 58) og Dmitríj Shostakovitsj (Sinfónía nr. 8 í c-moll, op. 65). Einleikari: Jan Lisiecki. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Andris Poga. Rauðir áskriftartónleikar í Eldborg fimmtudaginn 21. nóvember 2024.
Tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Efnisskráin á rauðum áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudagskvöldið 21. nóvember var glæsileg. Það voru þó aðeins tvö verk á dagskránni. Bæði eiga hins vegar sérstakan stað í hjörtum aðdáenda tónskáldanna, Beethovens og Shostakovitsj. Vel kann að vera að Keisarakonsert Beethovens (nr. 5) sé frægastur númeruðu píanókonsertanna eftir þýska meistarann en sá fjórði er án efa vinsælastur meðal píanista. Það sama má segja um sovéska tónskáldið; fimmta sinfónían er kannski mest flutt en sú áttunda skipar sérstakan sess í ópusi Shostakovitsj og er kannski viðamest „stríðs“-sinfónía tónskáldsins.
Tónskáldaferli Ludwigs van Beethoven (1770-1827) er jafnan skipt í þrjú tímabil og nær hið fyrsta
...