Miðbakki Fjölmargir sækja höfnina heim þegar jólajósin eru tendruð þar.
Miðbakki Fjölmargir sækja höfnina heim þegar jólajósin eru tendruð þar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu laugardaginn 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík.

Ávörp verða flutt og sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, tendrar ljósin. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög.

Jólasveinar sigla inn í Gömlu höfnina á dráttarbátnum Magna og spjalla við börnin á Miðbakkanum.

Viðburðurinn er í boði Faxaflóahafna, Landsbankans, Brims, Heima, Sjómannadagsráðs og Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Að athöfn lokinni býðst gestum að þiggja fiskisúpu í boði Brims í Landsbankanum við Reykjastræti 6. Jólasveinar og harmonikkuleikari skemmta gestum og leika jólalög, bæði við athöfnina og í bankanum.

...