Hannes Sigurðsson veltir því upp, hvílík synd það sé að kötturinn Diego sé ekki á framboðslista, þvílíkt fylgi sem hann hafi á samfélagsmiðlum. Honum ku fylgja að málum nær 4,5% þjóðarinnar, skv. þjóðarpúlsi Facebook

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Hannes Sigurðsson veltir því upp, hvílík synd það sé að kötturinn Diego sé ekki á framboðslista, þvílíkt fylgi sem hann hafi á samfélagsmiðlum. Honum ku fylgja að málum nær 4,5% þjóðarinnar, skv. þjóðarpúlsi Facebook. Nýverið var honum rænt og hugðist þjófurinn gefa honum jólagjöf, en lögreglan brást snarlega við. Hannes yrkir af þessu tilefni:

Andar nú léttar íslensk þjóð

þótt ógni vetur á heiðum,

og fari um byggðir með feiknaspár,

fantar á atkvæðaveiðum.

Þótt gnötri fjöll og gjósi jörð,

er giska ljúf hver stundin

og daprast ei hót vor drottins trú,

því Diego hann er fundinn.

...