Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á síðasta ári eftir þriðjungsaukningu síðustu tvö árin á undan í kjölfar kórónuveirufaraldursins, reiknað á föstu verðlagi. Samdráttur á auglýsingamarkaði á síðasta ári stafar alfarið af lægri greiðslum til innlendra miðla
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á síðasta ári eftir þriðjungsaukningu síðustu tvö árin á undan í kjölfar kórónuveirufaraldursins, reiknað á föstu verðlagi. Samdráttur á auglýsingamarkaði á síðasta ári stafar alfarið af lægri greiðslum til innlendra miðla. Auglýsingatekjur innlendra miðla skruppu saman um nær 10% á sama tíma og greiðslur til erlendra miðla jukust um 4%.
Frá 2013 hefur æ stærri hluti auglýsingafjárins runnið til erlendra miðla. Nú er svo komið að 49% auglýsingagreiðslna falla til þeirra.
Heildargreiðslur vegna auglýsingakaupa til erlendra miðla námu 13 milljörðum meðan 13,5 milljarðar fóru til innlendra miðla.
...