Bækur
Kristján Jóhann Jónsson
Ungur Ameríkani verður einn eftir í París þegar unnustan fer til Spánar í nokkra mánuði til að finna sjálfa sig. Hann kynnist ítalska barþjóninum Giovanni og milli þeirra tveggja myndast heitt ástarsamband. Þeir eru útlendingar bæði í orði og æði ef svo mætti segja.
Skáldsagan Herbergi Giovanni fjallar um samkynhneigða ást og þrá en því fer fjarri að höfundurinn láti þar staðar numið. Í þessu verki er allri yfirborðsmennsku vísað á bug. Aðalpersónan David glímir í frásögninni við þann vanda að skilja sjálfan sig og þar með þrá sína, sem hann hatast við í aðra röndina, að minnsta kosti stundum. Það er sammannlegur vandi að við verðum að gera upp hug okkar gagnvart því sem við sjáum í speglinum og viðurkenna sjálf okkur. Séu þrár okkar og hvatir á einhvern
...