Það er alltaf kærkomið að fá sendingu frá séra Hjálmari Jónssyni. Hann var á fundi hjá SES í Valhöll, en þeir eru jafnan haldnir í hádeginu á miðvikudögum. Þá rifjaði hann upp gömlu kosningavísuna þegar vinstrið auglýsti „Vinstra vor“ sem slagorð

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Það er alltaf kærkomið að fá sendingu frá séra Hjálmari Jónssyni. Hann var á fundi hjá SES í Valhöll, en þeir eru jafnan haldnir í hádeginu á miðvikudögum. Þá rifjaði hann upp gömlu kosningavísuna þegar vinstrið auglýsti „Vinstra vor“ sem slagorð.

D-listinn með þrek og þor

á þjóðráðunum lumar.

En ef þið kjósið vinstra vor

verður ekkert sumar.

Hjálmar uppfærði vísuna að bragði:

Byrjað jólabókaflóðið,

bráðum fer að hækka sól.

En ef þið kjósið kratastóðið

koma varla nokkur jól.

...