Stórfjölskyldan Samankomin þegar móðir Rósu, Halldóra, varð níræð fyrir tveimur árum.
Stórfjölskyldan Samankomin þegar móðir Rósu, Halldóra, varð níræð fyrir tveimur árum.

Rósa Jónsdóttir er fædd 29. nóvember 1964 á Akureyri og ólst upp á Brekkunni.

Hún var í Barnaskóla Akureyrar, Lundarskóla, Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1984.

Rósa æfði sund með sundfélaginu Óðni í mörg ár, byrjaði snemma í skátunum og síðar var hún í Hjálparsveit skáta á Akureyri allt þar til hún flutti suður til að fara í nám.

„Ferðalög og útivist heilluðu mig frá fyrstu tíð og á hverju sumri ferðuðumst við fjölskyldan víða um land. Í skátunum og hjálparsveitinni kynntist ég útivist af alvöru og fór margar frábærar ferðir, sumar jafnt sem vetur. Vikulöng gönguferð um Hornstrandir sumarið 1980, með hópi ungra skáta frá Akureyri, er meðal ógleymanlegra ferða. Önnur eftirminnileg ferð er þegar við þrjár frænkur og vinkonur frá

...