Mörg mál bar á góma í kröftugum kappræðum í Hádegismóum í gær en þó voru formenn flokkanna sammála um að efnahagsmálin væru efst á baugi. Evrópusambandsmálin hafa orðið að kosningamáli á síðustu dögum og hart var tekist á um þau í kappræðunum
Fyrri hlutinn Leiðtogar Pírata, Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Flokks fólksins mættust í fyrri hluta kappræðnanna. Frá vinstri: Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Svandís Svavarsdóttir VG, Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon þáttastjórnendur, Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki, Kristrún Frostadóttir Samfylkingu og Inga Sæland Flokki fólksins.
Fyrri hlutinn Leiðtogar Pírata, Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Flokks fólksins mættust í fyrri hluta kappræðnanna. Frá vinstri: Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Svandís Svavarsdóttir VG, Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon þáttastjórnendur, Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki, Kristrún Frostadóttir Samfylkingu og Inga Sæland Flokki fólksins.

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Mörg mál bar á góma í kröftugum kappræðum í Hádegismóum í gær en þó voru formenn flokkanna sammála um að efnahagsmálin væru efst á baugi. Evrópusambandsmálin hafa orðið að kosningamáli á síðustu dögum og hart var tekist á um þau í kappræðunum.

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson stýrðu kappræðunum, sem skiptust í tvær umferðir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði að Viðreisn myndi gera atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið að áherslumáli í stjórnarmyndunarviðræðum. Þá sagðist hún vilja efna til atkvæðagreiðslu á komandi kjörtímabili þar sem um væri að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir komandi kynslóðir.

Bjarni Benediktsson formaður

...