Mörg mál bar á góma í kröftugum kappræðum í Hádegismóum í gær en þó voru formenn flokkanna sammála um að efnahagsmálin væru efst á baugi. Evrópusambandsmálin hafa orðið að kosningamáli á síðustu dögum og hart var tekist á um þau í kappræðunum
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Mörg mál bar á góma í kröftugum kappræðum í Hádegismóum í gær en þó voru formenn flokkanna sammála um að efnahagsmálin væru efst á baugi. Evrópusambandsmálin hafa orðið að kosningamáli á síðustu dögum og hart var tekist á um þau í kappræðunum.
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson stýrðu kappræðunum, sem skiptust í tvær umferðir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði að Viðreisn myndi gera atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið að áherslumáli í stjórnarmyndunarviðræðum. Þá sagðist hún vilja efna til atkvæðagreiðslu á komandi kjörtímabili þar sem um væri að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir komandi kynslóðir.
Bjarni Benediktsson formaður
...