Íbúar grænlensku höfuðborgarinnar Nuuk – og gestir þeirra – fögnuðu í gær þegar nýr flugvöllur borgarinnar var formlega opnaður, samgöngumannvirki sem kostaði sem nemur 43 milljörðum íslenskra króna svo sem nýlega hefur komið fram, en hvorir tveggja …
Íbúar grænlensku höfuðborgarinnar Nuuk – og gestir þeirra – fögnuðu í gær þegar nýr flugvöllur borgarinnar var formlega opnaður, samgöngumannvirki sem kostaði sem nemur 43 milljörðum íslenskra króna svo sem nýlega hefur komið fram, en hvorir tveggja miðlarnir, Morgunblaðið og mbl.is, hafa fjallað um þessa nýju lyftistöng samgangna til og frá Nuuk síðustu daga.
Danir veittu nýja vellinum viðurkenningu í gær og þegar Jens Lauridsen stjórnarformaður Grænlandsflugvalla tók til máls við hátíðlega athöfn í nýju flugstöðinni í Nuuk í gær lét hann þau orð falla að sögulegum áfanga væri náð sem skapa myndi „veröld nýrra tækifæra fyrir gervallt landið“ þar sem fyrsta sinni mætti nú fljúga beint yfir Atlantsála til grænlensku höfuðborgarinnar.