Kappræðurnar í gær, sem nálgast má á mbl.is, auðvelda kjósendum valið

Nokkur samstaða var um það meðal forystumanna stjórnmálaflokkanna í kappræðum þeirra hjá Morgunblaðinu í gær, að efnahagsmálin væru meðal helstu mála í kosningunum á morgun. Viðhorfið til efnahagsmálanna er eðli máls samkvæmt nokkuð ólíkt, en allir eru þó sammála um að verðbólga og vextir þurfi að lækka. Ágreiningurinn um hvernig ná skuli tökum á þessum þáttum er vitaskuld töluverður og varaði formaður Framsóknarflokksins til að mynda við því að kjósendur freistuðust til að snúa lukkuhjólinu nú þegar ríkisstjórnin hefði sýnt að hún hefði náð tökum á þessum viðfangsefnum. Verðbólgan væri komin undir 5% og væri á hraðri niðurleið, stefndi í 3% næsta sumar, sem er vissulega ekki fjarri markmiði Seðlabankans.

Lækkun sem þessi þýðir að vaxtalækkanir fylgja hratt í kjölfarið og þó að óvíst sé hvort Seðlabankinn verði við þeirri ósk sem fram hefur komið um að hann boði til aukafundar til að

...