Norsk stjórnvöld hafa borið formleg kennsl á norskan sjómann, sem hvílt hefur í Flateyrarkirkjugarði í rúm 82 ár.
Leiði hans hefur verið merkt sem óþekktur sjómaður og hefur blómsveigur jafnan verið lagður á leiðið á sjómannadaginn.
Maðurinn hét Sigurd Arvid Nilsen og var 23 ára þegar þýskur kafbátur sökkti norska flutningaskipinu DS Fanefjeld við Vestfirði 9. apríl 1942. Nilsen var loftvarnaskytta um borð. » 18