40 ára Björn Elías er Vestfirðingur, ólst upp á Ísafirði en hefur einnig búið í Bolungarvík. Hann hefur búið í Njarðvík síðastliðin fimm ár, en konan hans er úr Vogunum. Hann er reyndar kallaður Elli Bjössi.

„Afi minn sem ég er skírður í höfuðið á var alltaf kallaður Elli Bjössi og því var ég alltaf kallaður Elli Bjössi.“

Elli Bjössi er skipstjóri á dragnótarbátnum Stapafelli SH 26 hjá útgerðinni Bárði SH 81 ehf., en Pétur Pétursson er eigandi hennar.

„Ég byrjaði 1. september að róa á þessum bát. Pétur keypti þennan bát í vor, en ég var áður á Bárði SH. Það er búið að vera ævintýraveiði hérna í Faxaflóanum og 95% af aflanum er þorskur.“

Elli Bjössi er

...