Samfylkingin er með mest fylgi í lokakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið, tæp 22%. Viðreisn lækkar í 18% og Sjálfstæðisflokkur reisti sig í 15%, en munurinn tölfræðilega ómarktækur. Þetta eru svipaðar hreyfingar og í öðrum könnunum, en tölunum ber ekki vel saman
Hádegismóar Það mættust stálin stinn í leiðtogakappræðum Morgunblaðsins og mbl.is, en þar komu leiðtogar allra framboða á landsvísu saman til að metast um stefnuna. Að ofan má sjá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar kýta um skatta.
Hádegismóar Það mættust stálin stinn í leiðtogakappræðum Morgunblaðsins og mbl.is, en þar komu leiðtogar allra framboða á landsvísu saman til að metast um stefnuna. Að ofan má sjá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar kýta um skatta. — Morgunblaðið/Eggert

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Samfylkingin er með mest fylgi í lokakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið, tæp 22%. Viðreisn lækkar í 18% og Sjálfstæðisflokkur reisti sig í 15%, en munurinn tölfræðilega ómarktækur.

Þetta eru svipaðar hreyfingar og í öðrum könnunum, en tölunum ber ekki vel saman. Í kosningaspá Metils eru þær vegnar með hliðsjón af fyrri fylgni kannana og úrslita. Samkvæmt henni eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking nær hnífjöfn í 18%, en Viðreisn með

...