Jólabazar Svona var stemningin á árum áður á basarnum.
Jólabazar Svona var stemningin á árum áður á basarnum.

Borgarsögusafnið hyggst endurvekja gamla Jólabazarinn á laugardaginn, 30. nóvember, frá kl. 11-17. Safnið vill halda sig við z í Bazarnum, sem var við lýði í íslenskunni þegar viðburðurinn var upp á sitt besta.

Bazarinn fer fram í Bryggjusal Sjóminjasafnsins, Grandagarði 8 í Reykjavík. Fjöldi handverksfólks verður með ýmsan varning sem tilvalinn er í jólapakkana. Reykjavíkurdeild Slysavarnafélagsins verður með veitingar til sölu til styrktar sínu starfi. Greiðslumáti verður misjafn á milli söluaðila en í tilkynningu safnsins er bent á hraðbanka hinum megin við götuna.