Sögnin að hvika (víkja, hörfa; vera í vafa, hika) er gamall gestur hér í Málinu af því að h-ið verður k í munni okkar. Því verður hin lofsverða dyggð að hvika ekki frá skoðun sinni, að því tilskildu að eitthvert vit sé í henni, oft „kvika…
Sögnin að hvika (víkja, hörfa; vera í vafa, hika) er gamall gestur hér í Málinu af því að h-ið verður k í munni okkar. Því verður hin lofsverða dyggð að hvika ekki frá skoðun sinni, að því tilskildu að eitthvert vit sé í henni, oft „kvika …“ (sú sögn merkir hreyfast, iða) og hviksaga: orðrómur, kjaftasaga verður „kviksaga“.