Karl Blöndal
Guðfaðir Harlem nefnast þættir, sem urðu á vegi mínum á hinu eilífa rápi um efnisveiturnar. Í þeim leikur Forest Whitaker glæpaforingjann Bumpy Johnson, sem réði ríkjum í Harlem í New York um skeið á liðinni öld.
Fyrsta þáttaröðin kom reyndar árið 2019, en sú fjórða er um árs gömul.
Whitaker er mergjaður leikari og hér er hann eins og fiskur í vatni. Þættirnir hefjast á því að hann er látinn laus úr fangelsinu Alcatraz og þarf að hasla sér völl að nýju eftir að nokkurt los er komið á liðsmenn hans og keppinautar farnir að seilast inn á gamla yfirráðasvæðið.
Inn í þetta blandast Malcolm X og barátta hans fyrir auknum réttindum svartra. Johnson er til í að leggja baráttumanninum lið, en vill vitaskuld hagnast um leið.
Johnson eða persónur byggðar á glæpaforingjanum hafa skotið upp kollinum í ýmsum kvikmyndum. Má þar nefna myndirnar um Shaft frá
...