Flautukór Tónlistarskóla Kópavogs flytur valin verk eftir Giacomo Puccini á tónleikum í Hjallakirkju í kvöld, 29. nóvember, klukkan 18.30 en í dag eru hundrað ár frá því að tónskáldið lést. „Þegar ég var ung leið ekki sá dagur sem ég hlustaði…
Flautukór Tónlistarskóla Kópavogs flytur valin verk eftir Giacomo Puccini á tónleikum í Hjallakirkju í kvöld, 29. nóvember, klukkan 18.30 en í dag eru hundrað ár frá því að tónskáldið lést. „Þegar ég var ung leið ekki sá dagur sem ég hlustaði ekki eitthvað á aríur meistaranna, Puccinis, Verdis, Leoncavallos o.s.frv., en uppáhald mömmu minnar var alltaf Puccini. Ástríða þessa snillings óperuheimsins hefur alltaf heillað mig og að alast upp umvafin tónlist hans, þar sem kvenkyns aðalsöngvararnir dóu alltaf í lok óperunnar, gerði mig áhyggjufulla. Var Giacomo Puccini kannski raðmorðingi?“ er haft eftir Pamelu De Sensi flautukennara við skólann í tilkynningu.