Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Í tilefni 60 ára afmælis Oddfellowstúkunnar Þorgeirs var ákveðið að styrkja Kjark endurhæfingu vegna kaupa á húsbúnaði í matsal og tækjum fyrir endurhæfingu þjónustuþega og var styrkurinn, um 10 milljónir króna, afhentur á hátíðarfundi stúkunnar í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti í Reykjavík síðastliðinn laugardag. „Þetta er langstærsti einstaki styrkurinn sem við höfum fengið,“ segir Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdastjóri Kjarks.

Kjarkur endurhæfing er viðamesta rekstrareining Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, í Hátúni í Reykjavík og hefur starfað í hálfa öld. Starfsemin hófst 1973 og fór fram undir nafninu Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar til 1995, en þá var nafninu breytt í Sjálfsbjargarheimilið, sem varð að Kjarki endurhæfingu

...