Elín Hall fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í nýjum sjónvarpsþáttum sem verða sýndir á RÚV frá og með nýársdag. Fólk hefur kallað Elínu ótrúlegan tvífara Vigdísar, en hún segist sjálf ekki sjá líkindi þeirra: „Ég fékk hlutverkið held ég 100% út af líkindum. En ég sé þau ekki sjálf.“ Elín bætir við að það sé dálítið skrítið að hafa ekki farið í prufu fyrir hlutverkið. „Pressan er engin,“ sagði hún kaldhæðnislega í viðtali við Ísland vaknar þar sem hún ræddi einnig um það sem hefur komið henni mest á óvart á erlendum kvikmyndahátíðum eins og Cannes. Nánar á K100.is.