Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Formleg kennsl hafa nú verið borin á norskan sjóliða, sem í rúm 82 ár hefur hvílt í kirkjugarðinum á Flateyri við Önundarfjörð. Hann hét Sigurd Arvid Nilsen og var 23 ára þegar þýskur kafbátur sökkti norska flutningaskipinu DS Fanefjeld við Vestfirði 9. apríl 1942.
Nilsen var jarðsettur í Flateyrarkirkjugarði 17. apríl 1942. Á leiðinu er trékross með merkingunni óþekktur sjómaður og hefur jafnan verið lagður blómsveigur
...