Talsverðar breytingar urðu á fylgi flokka í vikunni, þær helstar að Viðreisn dalaði en Samfylkingin sótti í sig veðrið, meðan Sjálfstæðisflokkurinn bætti duglega við sig en Miðflokkur og Flokkur fólksins gáfu báðir eftir
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Talsverðar breytingar urðu á fylgi flokka í vikunni, þær helstar að Viðreisn dalaði en Samfylkingin sótti í sig veðrið, meðan Sjálfstæðisflokkurinn bætti duglega við sig en Miðflokkur og Flokkur fólksins gáfu báðir eftir. Framsókn rétti ögn úr kútnum, en bæði Píratar og Sósíalistar skríða inn.
Þær breytingar hafa töluverð áhrif á þingskipan og um leið á það hvaða ríkisstjórnir má mögulega mynda.
Verði úrslit kosninganna á morgun í samræmi við niðurstöður lokakönnunar Prósents fyrir Morgunblaðið verða áfram átta flokkar
...