Sigurður Pálmi Pálsson fæddist þann 26. mars 1943 á Gilsá, Eydalasókn í Breiðdal, S-Múl. Hann lést þann 20. nóvember 2024 á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði Höfn, Hornafirði.
Foreldrar hans voru þau Jóhanna Petra Björgvinsdóttir, f. 20. janúar 1911, d. 12. apríl 2000, og Páll Lárusson, f. 20. janúar 1919, d. 10. nóvember 1979. Bræður Pálma eru, sammæðra, Björgvin Hlíðar Guðmundsson, fæddur 4. júní 1933, dáinn 30. janúar 1962. Stefán Lárus Pálsson, fæddur 20. maí 1940. Sigþór Pálsson, fæddur 24. júlí 1945, dáinn 1. október. 2023. Samfeðra eru Sigurður Hafsteinn Pálsson, fæddur 16. febrúar. 1950. Þórhallur Pálsson, fæddur 16. janúar. 1952. Ari Már Pálsson, fæddur 1. júlí 1956. Guðmundur Pálsson, fæddur 27. maí 1962.
Pálmi starfaði við sjómennsku og bjó á Höfn í Hornafirði.
Pálmi eignaðist tvö börn,
...