Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist á Ísafirði 30. janúar 1941. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi 18. nóvember 2024.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sveinsson hdl., bæjarstjóri á Ísafirði og síðar skrifstofustjóri hjá húsameistara ríkisins í Reykjavík, f. 20. desember 1913, d. 6. ágúst 1981, og Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1914, d. 16. júní 1969. Systkini Pétrínu eru Jón Ragnar, f. 22. ágúst 1942, d. 3. febrúar 1997, Óskar Sveinn, f. 20. júní 1954, d. 4. september 2015, og Elísabet Ingiríður, f. 14. mars 1959.
Hinn 7. júlí 1961 giftist Pétrína eftirlifandi eiginmanni sínum, Gunnari Viðari Guðmundssyni lyfjafræðingi, f. 1. október 1941. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefán Karlsson, f. 18. október 1918, d. 3. júlí 2004 og Margrét Sveinsdóttir, f. 24. júní 1922, d. 15. ágúst 2019. Börn þeirra Pétrínu og
...