Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

„Ísland stendur frammi fyrir gerbreyttu landslagi í varnarmálum. Ekki er útlit fyrir að ástandið í Evrópu breytist til hins betra í bráð og lengd,“ segir í nýrri samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum Íslands, sem utanríkisráðuneytið gaf út í gær. Þar er farið yfir þau skref sem Íslendingar hafa stigið í varnarmálum sínum á síðustu árum, og er samantektin hugsuð sem innlegg í umræðu og stefnumótun í varnarmálum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ritar inngangsorð og segir þar m.a. að spenna fari nú vaxandi í alþjóðamálum og að ekki sé lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum.

Segir hún að markvisst hafi verið unnið að því að auka þátttöku landsins í varnarsamstarfi og efla varnarviðbúnað ásamt því að bæta

...