Tollamál Kínverskir ríkismiðlar koma skilaboðum til Bandaríkjanna.
Tollamál Kínverskir ríkismiðlar koma skilaboðum til Bandaríkjanna. — AFP/Hector Retamal

Ríkisfjölmiðlar í Kína vöruðu Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, við því að loforð hans um að leggja viðbótartolla á kínverskar vörur gæti dregið þessi stærstu hagkerfi heims í tollastríð, með tilheyrandi efnahagslegum afleiðingum fyrir bæði ríkin.

Að sögn Reuters-fréttaveitunnar sagði Trump, sem mun taka við embætti 20. janúar nk., að hann hygðist leggja 10% umframtolla á allan innflutning frá Kína. Notaði Trump innflutning á efnum sem notuð eru til framleiðslu á fentanýl sem afsökun fyrir þessari hótun.

Trump hefur reyndar hótað því að leggja mun hærri tolla á kínverskar vörur til að vernda Bandaríkin og framleiðslu þar.

,,Afsökunin sem Trump hefur gefið til þess að réttlæta hótun sína um að leggja viðbótartolla á innflutning frá Kína er í besta falli langsótt. Það eru

...