Týr Viðskiptablaðsins skrifar um „Stóra skattaplanið“ hjá Samfylkingunni. Hann rekur augun í að frambjóðendur flokksins eru að „dúlla sér inni á smíðaverkstæði“ í auglýsingum, sem honum finnst skjóta skökku við þar sem „einn angi plans Samfylkingarinnar er einmitt að hækka skatta á smiði og aðra iðnaðarmenn sem eru í eigin rekstri“.
Týr segir planið margþætt, rétt eins og „græna planið hans Dags B. Eggertssonar í borginni sem meðal annars á að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri pláss. Það hefur auðvitað ekki gerst en það skiptir kannski litlu fyrir fólk sem hefur plan. Planið kallast líka á við húsnæðissáttmálann sem Samfylkingin boðaði í síðustu borgarstjórnarkosningum og mælir byggingu íbúða sem hafa ekki verið byggðar í borginni.“
Þá er nefnt í pistlinum að einstaka
...