Varnarmálaráðherra Þýskalands.
Varnarmálaráðherra Þýskalands.

Stjórnvöld í Berlín bjóðast til að senda loftvarnakerfi af gerðinni Patriot til Póllands en tilgangur þess er að efla loftvarnir á svæðinu til að tryggja áframhaldandi flæði á hergögnum frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) til Úkraínu. Er það varnarmálaráðherrann sem staðfestir þetta við fréttaveitu AFP.

Þjóðverjar hafa áður sent þrjú loftvarnakerfi til Póllands, seinast árið 2023 þegar úkraínsk eldflaug rataði óvænt á pólskt landsvæði. Brak úr flauginni olli smávægilegu tjóni á mannvirkjum.

Patriot-kerfið er nokkuð fjölhæft loftvarnakerfi, getur brugðist við eldflaugum og óvinveittum loftförum, s.s. orrustuþotum og þyrlum. Kerfið er bandarískt og hefur margsinnis verið notað í vopnuðum átökum víða um heim með góðum árangri.