Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, hét því í gær að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að klerkastjórnin í Íran kæmi sér upp kjarnorkuvopnum. „Ég mun beita öllum þeim úrræðum sem hægt er að…
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, hét því í gær að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að klerkastjórnin í Íran kæmi sér upp kjarnorkuvopnum. „Ég mun beita öllum þeim úrræðum sem hægt er að beita,“ sagði Netanjahú í viðtali við ísraelsku sjónvarpsstöðina Stöð 14.
Ummæli Netanjahús féllu eftir að utanríkisráðherra Írana, Abbas Araghchi, sagði í samtali við breska dagblaðið Guardian að valdhafar í Teheran væru að gæla við þá hugmynd að „breyta kjarnorkustefnu“ sinni til að þrýsta á Vesturlönd.