Aðventuhátíð Bústaðakirkju fer fram fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember nk., kl. 17. Þar mun Katrín Jakobsdóttir fv. forsætisráðherra flytja hátíðarræðu.
1. desember er kirkjudagur Bústaðakirkju, en kirkjan var vígð á fyrsta sunnudegi í aðventu árið 1971. Jónas Þórir, hljómsveit og tónlistarfólk munu leika jólalög á undan athöfn. Barnakór Fossvogs og Kammerkór Bústaðakirkju syngja ásamt nokkrum einsöngvurum. Formaður sóknarnefndar, Þórður Mar Sigurðsson, flytur ávarp. Prestar og starfsfólk Bústaðakirkju leiða stundina.