Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri hlaut í vikunni frönsku riddaraorðuna Chevalier des Arts et Lettres sem er æðsta viðurkenning sem veitt er af hálfu hins opinbera í Frakklandi á sviði menningar og lista. Orðan er veitt til þess að heiðra þá sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar. Segir í tilkynningu að Brynhildi hafi verið veitt orðan við hátíðlega athöfn í franska sendiherrabústaðnum í Reykjavík af sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard. Þá hafi Brynhildur ræktað náið og sterkt samband við Frakkland, menningu þess og tungumál en hún lærði frönsku í menntaskóla, Alliance Francaise, við Háskóla Íslands og í Paul Valery-háskólanum í Montpellier. „Brynhildur býr að farsælum og víðtækum leiklistar- og leikstjóraferli og hefur lagt ástríðu og alúð við að sinna franskri menningu. Árið 2006 lék hún til að mynda hlutverk í Ímyndunarveiki Molieres á fjölum Þjóðleikhússins og árið
...