Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Gamanóperan sígilda Rakarinn í Sevilla, eftir ítalska tónskáldið Gioachino Rossini, verður frumsýnd 1. desember í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, í uppfærslu sviðslistahópsins Óðs. Óperan er byggð á sögu franska leikskáldsins Beaumarchais og mun Óður flytja hana í nýrri, íslenskri þýðingu sinni. Segir á vef Óðs, odur.is, að „skaft þessa landfræðilega og menningarlega suðupotts lengist enn frekar“ með uppfærslunni en óperan var frumsýnd árið 1816 og er ein sú vinsælasta og dáðasta í óperusögunni.
Óður var útnefndur Listhópur Reykjavíkur fyrr á þessu ári, hefur unnið til Grímuverðlauna og var einnig tilnefndur sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum á árinu í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hópurinn hefur flutt yfir 40 sýningar af þremur uppfærslum sínum, þ.e. Ástardrykknum, Don Pasquale
...