Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég hef verið mjög hugsi yfir neikvæðri umræðu um lestur barna, að börn nenni ekki að lesa, að niðurstöður Pisa-könnunar séu slæmar hérlendis og að drengir geti ekki lesið sér til gagns. Þetta verður oft svo ósanngjörn og einhliða umræða, en ég og krakkarnir hér í Grundarfirði ætlum að sýna og sanna að það er til fullt af krökkum sem lesa bækur og geta rætt um bækur,“ segir Lilja Magnúsdóttir, umsjónarmaður skólabókasafnsins í Grunnskólanum á Grundarfirði, en hún stendur fyrir barnabókamessu þar í bæ nk. miðvikudag. Þar munu rithöfundar og börn mætast í pallborði til spjalls, auk þess sem krakkar vinna að kynningum um bækur sem þau hafa lesið.
„Krakkar eru kannski ekkert alltaf duglegir að lesa, sérstaklega þegar þeir koma á unglingsárin, en
...