Ferskir vindar blása við í stjórnmálaumræðunni. Eitt óvanalegasta innleggið fyrir þessar kosningar kom frá stöllunum Ólöfu Skaftadóttur almannatengli og Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði.
Þær halda úti hlaðvarpinu Komið gott en þar ræða þær af nokkru vægðarleysi um menn og málefni og hafa raunar það yfirlýsta markmið að vera ómálefnalegar. Þykir þeim helst hæfa að tækla mann í stað bolta, sé færi til þess.
Þær voru kallaðar á vettvang Spursmála til þess að greina stöðuna þegar kosningabaráttan er á enda runnin. Þar eru þær meðal annars spurðar út í þá aðferð sem þær beita óspart að klína uppnefnum á fólk, raunar flestum nokkuð meinlausum og góðlátlegum, en í öðrum leynist broddur.
Má þar nefna uppnefni sem Alma D. Möller fráfarandi landlæknir hefur setið undir en þær vísa aldrei til
...