Á kjördegi eiga kjósendur margra kosta völ þegar gengið er til kosninga. Þarna er sama rótin á ferðinni í nokkrum orðum, með ýmsum tilbrigðum. Sambandið milli s og r í þessari orðafjölskyldu er eflaust einna merkilegast
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
Á kjördegi eiga kjósendur margra kosta völ þegar gengið er til kosninga. Þarna er sama rótin á ferðinni í nokkrum orðum, með ýmsum tilbrigðum. Sambandið milli s og r í þessari orðafjölskyldu er eflaust einna merkilegast. Það á sér skýringar í eldfornum hljóðavíxlum. Þessu samhengi er raunar haldið til haga í stöku nýyrðum í nútímamáli; grænkerar ('vegan') sneiða hjá dýraafurðum og kjósa þess í stað grænmeti og annað úr jurtaríkinu; fagurkerar kjósa hið fagra. Orðið fagurkeri var smíðað á síðustu öld til að tákna það sem kallast á
...