Í tilefni af degi íslenskrar tónlistar 2024 voru tónlistarverðlaun veitt í ýmsum flokkum. Tónleikastaðurinn R6013, sem Ægir Sindri Bjarnason heldur úti, hlaut nýsköpunarverðlaun „fyrir að setja upp samastað jaðartónlistar í Reykjavík með hinum …
Í tilefni af degi íslenskrar tónlistar 2024 voru tónlistarverðlaun veitt í ýmsum flokkum.
Tónleikastaðurinn R6013, sem Ægir Sindri Bjarnason heldur úti, hlaut nýsköpunarverðlaun „fyrir að setja upp samastað jaðartónlistar í Reykjavík með hinum frumlega tónleikastað R6013 og efla þannig grasrótina meðal ungs fólks í tónlist.“
Kolbrún Linda Ísleifsdóttir hlaut hvatningarverðlaun „fyrir að styðja við íslenskt tónlistarlíf, sækja tónleika og aðra viðburði af miklum móð auk þess að stuðla að jákvæðu og uppbyggjandi hugarfari gagnvart íslenskri tónlistarmenningu“.
BRJÁN (Blús-, rokk- og djassklúbburinn á Nesi) hlaut Gluggann svokallaða fyrir „að byggja upp hlýlegt heimili íslenskrar tónlistar í Tónspili í Neskaupstað og halda úti fjölbreyttri
...