Orri Páll Ormarsson
Látinn er í Reykjavík rokkþátturinn Füzz, aðeins nokkurra ára gamall. Mikill harmur er að þjóðinni kveðinn enda óhætt að fullyrða að um sé að ræða mesta skell íslenskrar fjölmiðlasögu síðan Lesbók Morgunblaðsins var lögð niður.
Faðir þáttarins, Ólafur Páll Gunnarsson, á mikinn heiður skilinn fyrir að halda honum úti af metnaði og elju og leika rokk af öllu mögulegu og ómögulegu tagi í bland við hnýsilegan fróðleik á föstudagskvöldum á Rás 2, auk þess sem góðir gestir litu annað veifið í heimsókn. Sjálfum hlotnaðist mér sá heiður að ávarpa þáttinn stuttlega í eitt skipti, á 60 ára fæðingarafmæli sjálfs Cliffs Burtons. Var það án efa hápunkturinn á mínum „ferli“ í útvarpi.
Fleiri reimuðu á sig bomsurnar; Heiða Eiríksdóttir átti til
...