„Ég hef líklega farið þessa leið upp á Hvannadalshnúk 30-40 sinnum,“ segir Rögnvaldur Finnbogason leiðsögumaður frá Borgarnesi, sem býr fyrir austan og starfar í Skaftafelli. Rögnvaldur sló tuttugu ára gamalt hraðamet Ívars F
Viðtal
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Ég hef líklega farið þessa leið upp á Hvannadalshnúk 30-40 sinnum,“ segir Rögnvaldur Finnbogason leiðsögumaður frá Borgarnesi, sem býr fyrir austan og starfar í Skaftafelli. Rögnvaldur sló tuttugu ára gamalt hraðamet Ívars F. Finnbogasonar, þegar hann náði toppi hnúksins á tveimur klukkustundum og 49 mínútum, en met Ívars var tvær klukkustundir og 53 mínútur.
„Já, ég náði fjögurra mínútna betri tíma en Ívar,“ segir Rögnvaldur, en taka skal fram að þeir eru ekkert skyldir þótt báðir séu Finnbogasynir og miklir fjallakappar. Ívar er þekktur fjallaleiðsögumaður og hefur líklega farið á Hvannadalshnúk meira en 70 sinnum. Hraðametið er miðað við tímann sem það tekur að fara upp á topp Hvannadalshnúks.
...