Að beita einhverja refsingum er að láta þá sæta refsingum. Þá eru þeir í þolfalli, refsingarnar í þágufalli. Ekki gengur að gleyma sér í refsigleðinni og „beita mönnum refsingum“
Að beita einhverja refsingum er að láta þá sæta refsingum. Þá eru þeir í þolfalli, refsingarnar í þágufalli. Ekki gengur að gleyma sér í refsigleðinni og „beita mönnum refsingum“. Ég beiti alltaf einhverju – beiti hnífi, brögðum, hörðu í þágufalli og ef ég beiti einhvern einhverju verður hann fyrir því í þolfalli eins og sjá má.