Við meinum það sem við segjum og segjum það sem við meinum. Þetta bera verk okkar vott um bæði á Alþingi og í borgarstjórn.
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Komið er að kosningum. Flokkur fólksins hefur vandað sig, gætt þess að heyja heiðarlega og jákvæða kosningabaráttu og hefur það gengið vel. Nú er komið að ykkur, kæru landsmenn, að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál og fylgja þeim eftir.

Flokkur fólksins er einstakur flokkur fyrir margar sakir, segi ég, sem skipa 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ég er vissulega ekki hlutlaus en er þó þannig gerð að ég þoli ekki þegar ekkert er meint með orðunum. Við í Flokki fólksins meinum það sem við segjum og segjum það sem við meinum. Þetta bera verk okkar vott um bæði á Alþingi og í borgarstjórn.

Stefnumál okkar ættu að vera flestum skýr sem fylgst hafa með stjórnmálum að einhverju marki. Við erum flokkurinn sem setur fólk og þarfir þess og

...