Frambjóðendur Lýðræðisflokksins hafa ólíkan bakgrunn en við erum sammála um að hafna beri klíkustjórn, auðræði og sérfræðingaræði.
Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson

Arnar Þór Jónsson

Lýðræðisflokkurinn var stofnaður til að vinna gegn samþjöppun valds og auðs. Með framboðinu viljum við hvetja Íslendinga til að virkja það lýðræðislega afl sem í þeim býr og gerast virkari þátttakendur í samfélagslegri umræðu. Brýnustu mál þarf að vera hægt að ræða út frá öllum hliðum, án þöggunar, óttastjórnunar og ritskoðunar. Frjáls og hreinskiptin rökræða er grundvöllur heilbrigðs lýðræðis, mannúðar og góðrar lagasetningar.

Lýðræðisflokkurinn vill búa þjóðinni farsæla framtíð, verja frjálslyndi gegn stjórnlyndi og lýðræðið gegn skrifræði. Við viljum hjálpa íbúum landsins að verjast þeim sem vilja grafa undan öllu því góða sem hér hefur verið byggt upp af alúð og dugnaði kynslóðanna. Í því felst að við viljum verja hagsmuni Íslendinga sem einstaklinga og sem þjóðar, þ.m.t. frjálslynda laga- og lýðræðishefð, menningarlegar

...